Kom út úr skápnum í jarðarför afa síns

Ben Affleck og Jennifer Garner eiga þrjú börn.
Ben Affleck og Jennifer Garner eiga þrjú börn. Samsett mynd

Næstelsta barn fyrrverandi leikarahjónanna Jennifer Garner og Ben Affleck kom út úr skápnum sem trans maður í jarðarför afa síns sem haldin var í Charleston, höfuðborg Vestur-Virginíu, síðastliðinn laugardag.

Barnið, sem er 15 ára gamalt, hefur sagt skilið við fæðingarnafn sitt og heitir í dag Fin. Fæðingarnafn þess var Seraphina Rose. 

Fin hélt minningarræðu um afa sinn William Garner, jafnan kallaður Billy Jack, og byrjaði á því að kynna sig fyrir viðstöddum. „Hæ, ég heiti Fin Affleck.“ Fin klæddist svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og var með svart hálsbindi.

Í febrúar síðastliðnum frumsýndi Fin nýja klippingu og skartar í dag mjög stuttu hári eða svokallaðri „buzz-cut“ klippingu. 

Garner og Affleck skildu árið 2015 eftir tíu ára hjónaband. Fyrrverandi hjónin, sem kynnt­ust við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Pe­arl Har­bor, trúlofuðu sig í apríl 2005 og gengu í hjónaband tveimur mánuðum seinna. Saman eiga þau þrjú börn, Violet, Fin og Samuel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert