Uppeldisráð Jóns Gnarr: „Það næst miklu meira fram með hlýju“

Hjónin Jón og Jóga Gnarr eiga samtals fimm börn.
Hjónin Jón og Jóga Gnarr eiga samtals fimm börn.

Jón Gnarr, frambjóðandi til forseta Íslands, á fimm börn með eiginkonu sinni Jógu Gnarr en fjölskyldan er nútímaleg samsett fjölskylda. Þegar þau kynntust átti Jóga eitt barn en Jón þrjú. Þegar þau voru búin að vera sam­an í fimm ár eignuðust þau sam­an eitt barn, son­inn Jón Gn­arr. Þá var Jóga 44 ára og Jón 38 ára. 

Jón sem er ekki bara faðir heldur líka afi leggur mikla áherslu á sjálfstæði í uppeldi barna. Þrátt fyrir að mörk séu honum hugleikin segir hann fátt mikilvægara en að börn upplifi að þeim sé fagnað á hverjum degi. 

Hér deilir Jón Gnarr nokkrum góðum uppeldisráðum. 

1. Haldið áfram að klappa fyrir börnunum

„Almennt uppeldisráð fyrir fólk er að hætta ekki að klappa fyrir börnum þegar þau byrja að labba og tala. Þagga aldrei niður í þeim og læra að þekkja þeirra eiginleika og karakter áfram og hjálpa þeim að þekkja sjálfan sig og setja þeim mörk. Það skiptir mestu máli fyrir börn er að þau viti að foreldrar sínir fagna þeim alveg eins og þau eru. Að það sé sjálfsagt að fagna þeim á hverjum degi og eins oft og hægt er. Og fullorðum líka.“

2. Börn þurfa að sofa

„Leyfið börnum að sofa, ekki vekja þau að óþörfu. Þau þurfa að sofa.“ 

3. Börn þurfa að læra að vera sjálfstæð

„Leyfið börnum að vera sjálfstæð. Ekki hjálpa þeim að óþörfu þó það sé fljótlegra. Börn þurfa að læra og þá sofna þau sáttari.“

4. Ást og þolinmæði

„Það gildir það sama með börn og hunda, að það næst miklu meira fram með hlýju og þolinmæði, en ákveðni og skipunum.“

5.  Setjið mörk

„Börn hafa gott að því að læra mörk með því að þeim séu sett mörk, því þannig læra þau að setja öðrum mörk.“

Jóga Gn­arr, Jón Gn­arr yngri, Jón Gn­arr og Kamilla María …
Jóga Gn­arr, Jón Gn­arr yngri, Jón Gn­arr og Kamilla María Gn­arr árið 2014. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert