Vill læra af tengdamóður sinni

Chris Pratt á tvær dætur.
Chris Pratt á tvær dætur. AFP

Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist hafa lært heilmikið af tengdamóður sinni Maríu Shriver um hvernig ætti að ala upp börn í sviðsljósinu. 

Pratt er giftur Katherine Schwarzenegger, dóttur Shriver og Arnolds Schwarzeneggers. Þau eiga saman tvær dætur sem eru þriggja og tveggja ára. Þá á hann einnig 11 ára son frá fyrra sambandi. 

Pratt segist alltaf hafa verið sleginn yfir því hversu heilsteypt eiginkona hans og systkin hennar eru og hversu vel rættust úr þeim þrátt fyrir að vera alin upp í erfiðu umhverfi Hollywood. Pratt vonast til þess að læra mikið af tengdamóður sinni um hvernig á ekki að „eyðileggja“ börnin þrátt fyrir að njóta mikilla forréttinda í lífinu.

„Almáttugur, hún er eins og lifandi dýrlingur. Mér finnst hún fyndin, aðgengileg og stórgáfuð,“ sagði Pratt um tengdamóður sína í spjallþættinum The Today Show.

„Hún tekur svo mikinn þátt í lífi barna sinna. Hún og Arnold ólu upp fjögur frábær börn og það er ekki auðvelt.“

„Maður sér fólk í Hollywood sem býr við allsgnægtir og mikil forréttindi og þau ala upp börn sem verða mjög spillt. Það sem ég held að hún geri er að hún gerir börn sín ábyrg fyrir gjörðum sínum. Hún leggur mikla áherslu á mannasiði og að fólk beri ábyrgð á sjálfum sér. Þá er hún mjög staðföst í trú sinni og það er eitthvað sem ég vil líka leggja áherslu á í uppeldi minna barna.

Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eignuðust saman fjögur börn.
Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eignuðust saman fjögur börn. REED SAXON
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt eru samheldin hjón.
Katherine Schwarzenegger og Chris Pratt eru samheldin hjón. Skjáskot/Instagram
Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine …
Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine Schwarzenegger öll saman komin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert