Björk meðal helstu poppdrottninga

Björk
Björk mbl.is

Í VIRÐULEGU listasafni við Trafalgar-torg í Lundúnum verður á mánudag opnuð sýning þar sem markmiðið er að votta poppdrottningum síðustu fjögurra áratuga virðingu. Einungis 20 söngkonur hafa verið valdar til þess að prýða veggi National Portrait Gallery og í þeim hópi er Björk Guðmundsdóttir.

Aðstandendur safnsins segjast hafa vandað valið mjög enda ætíð álitamál hverjir eiga heima á öðrum eins virðingarstalli. Reynt var að velja dívurnar frá ólíkum tímaskeiðum, þær sem sagan hefur skorið úr um að beri af öðrum og hafi haft ríkust áhrif á samtíma sinn og þróun dægurtónlistar. Hann er ekki amalegur félagsskapurinn sem Björk er í því auk hennar munu prýða veggi gallerísins Sandie Shaw, Siouxie Sioux, Pj Harvey, Marianne Faithfull, Debbie Harry, Chrissie Hynde, Joan Armatrading, Sade, Annie Lennox, Dusty Springfield og vitanlega Madonna, svo einhverjar séu nefndar.

Allar eru ljósmyndirnar eftir heimsfræga ljósmyndara á borð við Van Wilmer, Caroline Coon og Gered Mankovitz og samhliða sýningunni mun koma út bókin She Bop II: The Definitive History of Women in Rock, Pop and Soul.

Sýningin stendur til 3. nóvember og er ekki úr vegi fyrir hina fjölmörgu Íslendinga, sem vappa um götur Lundúna, að skella sér á hana, þó ekki væri nema til að berja hana Björk "okkar" augum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav