Tilboðum rignir yfir Elizabeth Smart

Elizabeth Smart fannst heil á húfi níu mánuðum eftir að …
Elizabeth Smart fannst heil á húfi níu mánuðum eftir að henni var rænt. AP

Fjölskylda bandarísku unglingsstúlkunnar Elizabeth Smart, hefur ráðið lögfræðing til að fara yfir hundruð bóka- og kvikmyndatilboða sem henni hafa borist um að greina frá reynslu sinni þá níu mánuði sem hún dvaldi með götupredikaranum Brian Mitchell og eiginkonu hans Wanda Barzee en þau eru talin hafa rænt Elizabeth frá heimili hennar og haldið henni fanginni í níu mánuði.

Elizabeth, sem nú er fimmtán ára, er sögð eyða mestum tíma með fjölskyldu sinni og vinum eftir að hún snéri heim. Hún fer þó ekki ein út úr húsi og hefur ekki hafið skólagöngu að nýju. Fjölskylda hennar segir hana þó njóta einkakennslu og að hún muni líklega hefja menntaskólanám í haust.

Foreldrar stúlkunnar höfðu áður lýst því yfir að hún réði því hvort hún greindi opinberlega frá reynslu sinni en nú segir fjölmiðlafulltrúi fjölskyldunnar að þau muni sennilega velja úr tilboðunum á næstu vikum enda standi valið um það að segja söguna eða láta aðra fylla upp í eyðurnar.

Yngri systir Elizabeth, Mary Katherine, varð vitni að því er henni var rænt frá heimili þeirra og greindi hún foreldrum sínum frá því að ræninginn hafi hugsanlega verið Mitchell, sem hafði unnið smáverk á heimilinu. Lögregla hafði þó ekki upp á upp á Elizabeth fyrr en níu mánuðum síðar eftir að hún fékk ábendingu frá vegfaranda sem hafði séð hana á gangi með þeim Mitchell og Barzee.

Ekki hefur verið greint frá reynslu stúlkunnar í smáatriðum en Mitchell og Barzee eru ákærð fyrir innbrot, mannrán og kynferðislegt ofbeldi. Þá sagði lögregla skömmu eftir að stúlkan kom í leitirnar að henni hafi verið haldi nauðugri framan af en að síðan hafi hún látið af mótspyrnu við þau Mitchell og Barzee.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson