Foo Fighters á Íslandi: "Engu að tapa";

Dave Grohl.
Dave Grohl.

Rokksveit Dave Grohl, Foo Fighters, leikur í Laugardalshöll 26. ágúst. Sveitin er hæglega ein vinsælasta rokksveit heims í dag og var stofnuð af téðum Grohl er Nirvana, sem fyrir um tíu árum var óhikað dáðasta rokksveit heims, lagði upp laupana í kjölfar sjálfsmorðs Kurts Cobain. Þá var reyndar löngu orðið ljóst að ýmislegt bjó í þessum ofurtrymbli sem vélaður var í Nirvana úr harðkjarnasveitinni Scream á sínum tíma.

Hann fór t.a.m. fimum höndum um bassagítar í upptökum Nirvana fyrir órafmagnaða tónleika MTV auk þess að radda en í Foo Fighters spratt hann fram sem gítarleikari, lagasmiður og söngvari.

Fyrsta platan, Foo Fighters ('95), sló eiginlega nokkurn veginn í gegn, með skotheldum smellum á borð við "This Is A Call" og "I'll Stick Around". Tónlistin var melódískt en hrátt nýbylgjurokk, nokk frábrugðið því sem Nirvana voru að gera því hér var poppvinklinum gert enn hærra undir höfði. Mörg laganna á þessari fyrstu plötu voru sólósmíðar Grohls frá Nirvanadögum hans og þess má geta að hann lék á öll hljóðfærin sjálfur og tók ekki nema viku að hljóðrita. Foo Fighters var svo skipuð tveimur fyrrum meðlimum Sunny Day Real Estate en fjórði maðurinn var Pat Smear, sem lék með Nirvana undir restina.

Önnur platan, The Colour and the Shape kom svo út 1997. Stuttu eftir útkomu hennar var trymbillinn Taylor Hawkins kominn í bandið (var í sveit Alanis Morissette áður). Upptökustjóri plötunnar var Gil Norton (Pixies).

Vinnusemin var með ágætum um þetta leyti og There Is Nothing Left to Lose kom út tveimur árum síðar. Var það fyrst á henni sem sveitin hljóðritaði sem "hljómsveit" en tvær fyrrnefndu plötunnar höfðu verið að mestu eða að öllu leyti afurðir Grohl. Foo Fighters efldist við þetta, lögin urðu rokkaðri og flutningur þéttari.

Nýjasta platan, One by One, kom út í fyrra og er sveitin um þessar mundir að túra hana um heiminn. Sumir, m.a. undirritaður, telja hana bestu plötu Foo Fighters til þessa; lagasmíðar ótrúlega melódískar og grípandi og rokkið en sem áður með stóru og feitu R-i. Meðfram þessu hefur Grohl svo fengið útrás á trommunum með hljómsveitum eins og Queens of the Stone Age og Killing Joke.

Ferill Foo Fighters hefur því í raun verið línulegur upp á við í heil átta ár, afrek sem er síst auðvelt að landa.

Miðasala á tónleika Foo Fighters hefst á morgun kl. 10 í verslunum Skífunnar. www.foofighters.com

arnart@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg