Íslensk tónlist kom Paltrow í rétta hugarástandið

Gwyneth Paltrow
Gwyneth Paltrow

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Gwyneth Paltrow segir að hún hafi hlustað á mikið af „þunglyndislegri íslenskri framúrstefnutónlist," þegar hún var að undirbúa sig undir hlutverk skáldkonunnar Sylviu Plath í kvikmynd sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum.

Fram kemur í á fréttavef Yahoo að leikkonan hafi átt erfitt þegar hún lék í myndinni. Tökur myndarinnar hófust aðeins hálfum mánuði eftir að Bruce Paltrow, faðir Gwyneth, lést.

„Ég var ekki með sjálfri mér í nokkra mánuði," segir Paltrow. „Ég var ekki mjög skemmtilegur félagi. Ég var svo niðurdregin vegna láts föður míns og ég var að leika í þessari ótrúlega þungu mynd."

Leikkonan sagðist ekki hafa náð að komast út úr hlutverkinu. „Þegar manni líður svona og les ljóðin hennar er maður fastur," sagði hún við AP fréttastofuna. „Ég hlustaði á mikið af þunglyndislegri íslenskri framúrstefnutónlist til að viðhalda þessu hugarástandi." Hún segir í viðtalinu að hún ætli að taka sér frí frá kvikmyndaleik í ár en fréttir hafa borist um að hún sé að undirbúa brúðkaup sitt og breska tónlistarmannsins Chris Martins.

Myndin Sylvia hefur fengið misjafna dóma gagnrýnenda. Daniel Craig leikur aðalhlutverk á móti Paltrow.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson