Clinton reiddist verulega í viðtali við BBC

Kápa endurminningabókar Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kápa endurminningabókar Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. AP

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni BBC eftir að hafa verið spurður ítrekað um hvort hann væri einlægur þegar hann segðist sjá eftir sambandi sínu við Monicu Lewinsky, að því er bresk dagblöð greindu frá í dag.

Hinn reyndi spyrill David Dimbleby þjarmaði að Clinton þegar hann ræddi við hann vegna útkomu endurminninga forsetans fyrrverandi, sem verður á morgun, þriðjudag, á Bretlandseyjum.

Í Times segir að Clinton, sem þykir yfirleitt lunkinn í samskiptum við fjölmiðla, hafi rokið upp með gífuryrðum. Í Sunday Telegraph stendur að Clinton hafi farið hörðum orðum um afskiptasemi fjölmiðla af einkamálum fólks, sem væri í sviðsljósinu.

Viðtalið við Clinton verður sýnt á BBC á morgun í tengslum við útkomu endurminninga hans, My Life.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.