Sögðust hafa treyst Jackson fyrir sonum sínum

Joy Robson kemur ásamt dóttur sinni, Chantal, til réttarhaldanna í …
Joy Robson kemur ásamt dóttur sinni, Chantal, til réttarhaldanna í Santa Maria í Kaliforníu í dag. AP

Tvær mæður sem báru vitni við réttarhöld yfir poppstjörnunni Michael Jackson í Kaliforníu í dag sögðu að þær hefðu treyst Jackson fyllilega og því fundist í lagi að synir þeirra deildu rúmi með honum. Konurnar kváðust sannfærðar um að Jackson hefði aldrei beitt syni þeirra kynferðislegu ofbeldi. Jackson er sakaður um að hafa misnotað ungan dreng kynferðislega en hefur neitað sök.

„Ég hef þekkt Jackson lengi. Ég hef rætt við hann um allt milli himins og jarðar svo klukkustundum skiptir. Mér finnst hann eins og einn úr fjölskyldu minni. Ég treysti honum. Ég treysti honum fyrir börnunum mínum,“ sagði önnur kvennanna, Joy Robson. Wade sonur hennar sem nú er 22 ára bar vitni við réttarhöldin í gær og sagði Jackson aldrei hafa áreitt sig kynferðislega.

Robson var gagnrýnin á móður drengs sem sakaði Jackson um kynferðislega áreitni gagnvart sér árið 1993, en fjölskyldunni tókst að semja við hann um háar greiðslur gegn því að fara ekki með málið fyrir dóm. Robson sagðist hafa verið nokkrum sinnum á Neverland, búgarði Jackson, ásamt drengnum og móður hans, en aðeins rætt lítillega við þau.

„Mér fannst hún (móðirin) öllu vilja ráða á Neveland.“ „Hún skipaði starfsfólkinu fyrir líkt og það væri hennar eign. Mér fannst eitthvað gullgrafaralegt við hana,“ sagði Robson.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur skiptir miklu máli varðndi stórt verkefni sem þú ert með á prjónunum. Gerðu draum þinn að veruleika og leitaðu á vit ævintýranna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
2
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin
5
Kolbrún Valbergsdóttir