Selmu spáð góðu gengi í Kænugarði í kvöld

Selma á æfingu í Kænugarði í gær.
Selma á æfingu í Kænugarði í gær. mbl.is
Selma Björnsdóttir fulltrúi Íslands stígur ásamt dönsurum sínum á sviðið í Kænugarði í kvöld þar sem undankeppni Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, Eurovision, fer fram að þessu sinni.

Selma og dansararnir æfðu stíft í gær og klæddust þá þeim búningum sem þær verða í í kvöld. Selmu er spáð góðu gengi og hún stefnir að því að komast í aðalkeppnina, sem fer fram á laugardagskvöld.

Morgunblaðinu í dag fylgir sérstakur blaðauki um Eurovision þar sem fyrri árangur Íslendinga í keppninni er meðal annars rifjaður upp, en Ísland tekur nú þátt í henni í 18. sinn. Besti árangurinn er 2. sætið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »