Wham! koma saman aftur

George Michael annar söngvari Wham!
George Michael annar söngvari Wham! Reuters

Breska tvíeykið Wham! kemur saman á ný í sumar ef marka má ástralaska dagblaðið Daily Telegraph. Söngvarinn alræmdi George Michael hefur sagt að hann vilji hitta hinn síður eftirminnilega helming sveitarinnar, Andrew Ridgeley, og flytja með honum lagið Last Christmas.

Tuttugu ár eru síðan félagarnir komu fram saman í síðasta sinn á Wembley leikvellinum í London. Þar flutti hljómsveitin lagið sígilda, Last Christmas og segir George Michael að hann vilji gjarnan endurtaka leikinn í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan Wham! lagði upp laupana.

Wham! vakti athygli snemma á níunda áratugnum fyrir gleðipopp og skrautlegan klæðnað, líkt og tíðkaðist þá. Sveitin gaf út fjölda laga sem nutu vinsælda, nægir að nefna lög á borð við „Club Tropicana“, „Wake Me Up Before You Go Go“ og „Last Christmas". Michael hefur haldið áfram ferli sínum eftir að Wham! lagði upp laupana en lítið hefur sést til Andrew Wridgeley.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav