Leggur sitt af mörkum

Leone Tinganelli hefur samið lag um Svandísi Þulu.
Leone Tinganelli hefur samið lag um Svandísi Þulu. mbl.is/Golli
Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is
Platan Svandís Þula – minning er komin út. Allur ágóði plötunnar rennur til fjölskyldu systkinanna Svandísar Þulu og Nóna Sæs Ásgeirsbarna, en hinn 2. desember síðastliðinn lést hin fimm ára gamla Svandís Þula í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi og átta ára gamall bróðir hennar slasaðist alvarlega og liggur enn á spítala.

Það er söngvarinn Leone Tinganelli sem hefur veg og vanda af framtakinu en hann er nágranni fjölskyldunnar og fjölskylduvinur. Platan hefur að geyma lagið „Þulu" sem Leone samdi til minningar um Svandísi Þulu við ítalskan texta sinn en íslenskan texta samdi Kristján Hreinsson. Leone flytur sjálfur lagið ásamt Guðrúnu Árnýju.

„Þessi litla stelpa bjó við hliðina á okkur og var hér mjög oft að leika við dætur mínar," segir Leone um kynni sín af Svandísi Þulu en hún var á sama aldri og tvíburadætur hans, Salka og Mist. Svandís Þula var honum og fjölskyldu hans því hjartfólgin.

Guðrún Árný syngur

Lagið samdi Leone í kjölfar hinna hörmulegu atburða.

„Ég spurði foreldra Svandísar Þulu hvort ég mætti syngja lagið í hennar minningu í jarðarförinni," útskýrir Leone en þar söng hann það á ítölsku, móðurmáli sínu.

Þar sem bróðir Svandísar Þulu, Nóni Sær, er alvarlega slasaður segist Leone hafa viljað leggja sitt af mörkum til að styðja fjölskyldu systkinanna á einhvern hátt. Hann hafi því ráðist í að taka upp lagið með útgáfu í huga að fengnu samþykki foreldranna.

„Ég fékk góða tónlistarmenn til liðs við mig," segir Leone og nefnir til sögunnar Jóhann Ásmundsson bassaleikara, Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikara og Matthías Stefánsson fiðluleikara að ógleymdri Guðrúnu Árnýju sem syngur íslenskan texta lagsins.

„Svo fékk ég útgáfufyrirtækið Frost Culture Company til að gefa plötuna út. Í síðustu viku fórum við með lagið í útvarpið og má segja að nú sé allt farið í gang."

Allir gefa vinnu sína

Að sögn Guðmundar Karls hjá Frost Culture Company er platan ekki komin til landsins en er væntanleg. Forsala á plötunni er hins vegar hafin á vefsíðunni www.frostid.is. Þá geta áhugasamir nálgast eintak í verslunum Hagkaupa og hugsanlega víðar þegar þar að kemur.

Allir þeir sem koma að gerð plötunnar með einum eða öðrum hætti gefa vinnu sína.

Auk „Þulu" er á plötunni að finna þrjú önnur lög, „Heyr himnasmiður" í flutningi Helga Rafns Ingvarssonar „Svo langt að heiman" með Margréti Eiri Hjartardóttur og „Af mestu náð" sem Páll Óskar Hjálmtýsson syngur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar breytignar til að ná orkunni upp. Taktu ekki fólkinu þínu sem sjálfsögðum hlut. Hrósaðu og þakkaðu fyrir allt sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar breytignar til að ná orkunni upp. Taktu ekki fólkinu þínu sem sjálfsögðum hlut. Hrósaðu og þakkaðu fyrir allt sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir