Vill ekki skipta Evrópu í tvennt

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Eiríkur Hauksson segist ekki hrifinn af þeirri hugmynd að skipta Evrópu í tvennt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í samtali við norska dagblaðið Aftenposten.

Eiríkur segir menn ekki mega gerast of gagnrýna á keppnina, tónlistin sé það sem skipti öllu máli.

Hann vildi þó gjarnan leggja niður sms-kosningu í keppninni og taka upp gamla stigagjafarfyrirkomulagið, að dómnefnd í hverju landi gefi lögunum stig. Ekki mætti gera lítið úr tónlist ríkjanna sem komust áfram, mikið væri af góðri tónlist frá austanverðri Evrópu. Ísland hafnaði í 13. sæti í undankeppninni, hlaut 77 stig. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit.

Aftenposten segir mikið hafa verið rætt um það í Helsinki seinustu daga að níu af þeim tíu löndum sem komust áfram í forkeppninni skyldu vera frá Austur-Evrópu.

Eiríkur sagði í samtali við Morgunblaðið eftir forkeppnina að „austurblokkin" hefði hana í hendi sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes