Lindsay Lohan tekin ölvuð undir stýri með kókaín í fórum sínum

Leikkonan Lindsay Lohan, sem er nýkomin úr sinni annarri áfengismeðferð, hefur aftur komist í kast við lögin. Lögreglumenn handtóku Lohan í morgun þar sem grunur lék á að hún hefði ekið undir áhrifum áfengis.

Lohan, sem á þegar yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis í Beverely Hills, var stöðvuð skammt frá lögreglustöðinni í Santa Monica grunuð um ölvun við akstur.

Lögreglumennirnir létu leikkonuna taka áfengispróf á staðnum og fylgdu henni í kjölfarið niður á lögreglustöð.

Þar var hún bókuð fyrir að hafa verið drukkin undir stýri, með útrunnið ökuskírteini og fyrir að hafa kókaín í fórum sínum. Lögreglan fann fíkniefnið í vasa hennar þegar leitað var á henni.

Lohan hefur aftur komist í kast við lögin.
Lohan hefur aftur komist í kast við lögin. AP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríið. Finndu út hvað það er sem þú virkilega vilt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið of góð/ur við sjálfa/n þig því þú átt erfitt með að ná upp afköstum eftir fríið. Finndu út hvað það er sem þú virkilega vilt.