Terry Pratchett með Alzheimer

Breski rithöfundurinn Terry Pratchett greindi frá því í dag að hann væri með sjaldgæft afbrigði af Alzheimers sjúkdóminum. Pratchett, sem er 59 ára að aldri, er einn þekktasti núlifandi rithöfundur Breta en hann skrifar einkum vísindaskáldsögur og fantasíur. Bókaflokkur hans Discworld hefur selst í um 55 milljónum eintaka og þýddur á rúmlega 30 tungumál, þar á meðal íslensku, því fyrsta Diskworld-bókin, The Colour of Magic, kom út á íslensku fyrir skemmstu undir nafninu Litbrigði galdranna – Saga úr Diskheimum.

Pratchett sagði í dag að hann ætlaði að skrifa áfram og hann ætti að geta gefið út nokkrar bækur til viðbótar áður en sjúkdómurinn gerir honum ókleift að skrifa.

Pratchett hlaut orðu breska heimsveldisins, (Officer of the Order of the British Empire), fyrir framlag sitt til bókmennta árið 1998 og árið 2001 fékk hann Carnegie verðlaunin fyrir barnabækur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes