Upplýst hver Mona Lisa var

Mona Lisa
Mona Lisa AP

Háskólinn í Heidelberg hefur sent frá sér tilkynningu um að starfsmenn á vegum skólans hafi komist að því hvaða kona eigi bros Monu Lisu sem ítalski málarinn Leonardo da Vinci gerði ódauðlegt. Konan á myndinni heitir Lisa del Giocondo, eiginkona kaupsýslumannsins Francesco del Giocondo.

Samkvæmt upplýsingum frá þýska háskólanum hefur rannsóknarmaður á vegum skólans fundið gögn sem staðfesta að Lisa del Giocondo er konan á myndinni. Kemur þetta fram í texta sem ritaður er á spássíu bókar sem var í eigu vinar da Vinci.

Staðfestir þetta grun sem lengi hefur verið uppi um hver konan er  en það var strax árið 1550 sem rithöfundurinn Giorgio Vasari hélt þessu fram. Vasari tímasetti einnig gerð málverksins en samkvæmt honum var það málað á tímabilinu 1503-1506, samkvæmt tilkynningu frá háskólanum í Heidelberg. Málverkið af Monu Lisu eða La Gioconda á ítölsku er til sýnis í Louvre-safninu í París.

 Hægt er að lesa meira um tengsl Giocondo og Monu Lisu á Wikipedia

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú hafðir allra síst átt von á. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá mun eitthvað gerast í þeim málum fljótlega.