Mynd um hrunið frumsýnd

Fjölmenni var mætt í Háskólabíó til að sjá myndina.
Fjölmenni var mætt í Háskólabíó til að sjá myndina. mbl.is/Árni Sæberg

Heimildarmyndin Guð blessi Ísland, sem fjallar um bankahrunið á Íslandi, var frumsýnd að viðstöddu fjölmenni í Háskólabíói nú síðdegis. Frumsýningardagurinn er viðeigandi enda ár liðið frá því þegar Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti dramatískt ávarp sitt til þjóðarinnar.

Myndin er eftir kvikmyndagerðarmanninn Helga Felixson.

Kaupsýslumennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson, Bjarni Ármannsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal viðmælenda í myndinni auk Geirs H. Haarde. Þá er fylgst með nokkrum einstaklingum á hálfs árs tímabili takast á við kreppuna.

Fyrir frumsýningu myndarinnar var gestum í Háskólabíói boðið upp á vatn og brauð.

Ár er liðið frá dramatísku ávarpi Geirs H. Haarde til ...
Ár er liðið frá dramatísku ávarpi Geirs H. Haarde til þjóðarinnar. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina