Hannar þunglynd leikföng

Bangsi sem þarf að bjarga.
Bangsi sem þarf að bjarga.

Þýskur leikfangasmiður hóf nýverið framleiðslu á leikfangadýrum með geðræn vandamál. Leikföngin eru til dæmis þunglynda skjaldbakan Dub, vatnsfælni krókódíllinn Croco, ímyndunarveiki snákurinn Sly og kindin Dolly sem er með persónuleikaröskun.

Leikföngin eru framleidd af hinum 36 ára gamla Martin Kittsteiner frá Hamborg í Þýskalandi. „Þetta byrjaði allt sem hálfgert grín milli mín og kærustunnar minnar,“ segir Martin en hann segir þau seinna hafa áttað sig á hversu góð hugmyndin væri.

„Börn og fullorðnir kunna að meta hversu berskjölduð leikföngin eru og finnst gefandi að reyna að hjálpa þeim. Ég held að sumu fullorðnu fólki finnist leikföngin virka sem meðferð við þeirra eigin vandamálum,“ segir Martin sem hefur fulla trú á hönnun sinni sem meðferðartæki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir