Gallagher ekki ánægður með Katie

Katie Holmes var ekki hrifin af því þegar félagi Noel …
Katie Holmes var ekki hrifin af því þegar félagi Noel Gallagher tók hana upp á vídjó. Reuter

Oasis-bróðirinn Noel Gallagher er ekki heitasti aðdáandi Katie Holmes ef marka má bloggsíðu kappans. Katie varð á vegi hans þegar upptökur á þætti David Letterman fóru fram á dögunum og fóru stjörnustælar leikkonunnar nett í taugarnar á Gallagher.

„Við bókstaflega rákumst á Vísindakirkjustjörnuna Katie Holmes á leiðinni inn í upptökuverið. Við komum út úr lyftunni og BANG, þarna var hún,“ skrifaði rokkarinn.

„Á þessum tímapunkti var félagi minn og vinur stjarnanna, Scully, að taka upp vídeó fyrir heimasíðuna mína og náði að fanga atvikið á myndband. Hún leit út fyrir að vera hálf-fýluleg yfir öllum norðvestur-hreimnum og handaböndunum en það var engin nauðsyn að senda einn af fólkinu hennar eftirá til að heimta að myndbandið yrði eyðilagt!!! Ótrúlegt,“ varð Gallagher að orði um atvikið.

Hann sagðist þó ekki hafa látið uppákomuna skemma fyrir sér daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldleiki er dagskipunin og þér ferst hann afar vel úr hendi, svo ekki sé meira sagt. Rólyndi þitt undir flestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin