Brast í grát í beinni útsendingu

Christie Brinkley hefur lítið látið fara fyrir sér síðan hún skildi óvænt við fyrrverandi eiginmann sinn, Peter Cox, fyrir fjórum árum. Fyrirsætan batt enda á hjónbandið eftir að háværar sögusagnir komust á kreik um að Cox hefði reynst henni ótrúr. Hún hefur ekkert tjáð sig um málið opinberlega en í morgunþætti  í bandarísku sjónvarpi brast hún skyndilega í grát þegar talið barst að skilnaðinum.

Brinkley var gestur Matt Lauers í morgunþættinum Today á sjónvarpsstöðinni MSNBC á þriðjudag. Þangað  mætti hún til að ræða hlutverk sitt í söngleiknum Chicago á Broadway í New York. Laurer notaði tækifærið og spurði fyrirsætuna út í erfiðan hjónaskilnaðinn og óvinsamlegt samband hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar.

„Ég hef haldið okkar málum algjörlega fyrir mig og ekki látið hafa eftir mér eitt orð um skilnaðinn í fjölmiðlum,“ sagði Brinkley. „Ég hef aldrei áður verið gestur í sjónvarpsþætti og ég er hingað komin til að tala um um Chicago. Ég hef mátt þola ýmislegt, lygar og rógburð og það er erfitt að standa af sér slíkar árásir, ásamt ágangi athygli fjölmiðla.“

Fyrirsætan upplýsti að hún hefið ekki talað við Cox í tvö ár en hann gæti ekki látið hana í friði og hefði hún af þeim sökum  þurft að leita eftir úrskurði dómara um nálgunarbann. „Ég vil bara að ég og börnin fáum að vera í friði,“ sagði hún og byrjaði að gráta. „Ég þrái frið. Í hvert sinn sem ég fæ ánægju út úr einhverju, eða gengur vel, þá tekst honum alltaf að eyðileggja það.“

Brinkley, sem er 58 ára gömul, á eitt barn með Cox og tvö til viðbótar frá fyrri samböndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes