Fást á Herranótt

Frá æfingu leikfélagsins fyrir Herranótt
Frá æfingu leikfélagsins fyrir Herranótt

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir í kvöld Doktor Fástus í myrku ljósi eftir Gertrude Stein. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir verkinu sem byggt er á goðsögunni um snillinginn Fást sem selur kölska sál sína fyrir visku.

Í verki Stein hefur Fástus hinsvegar selt sál sína fyrir rafmagnsljósið og leikritið hefst þegar handbendi djöfulsins, Mefistó, kemur að innheima skuldina.
Saga þessi fléttast svo saman við sögu ungrar konu sem er villt úti í skógi og í tilvistarkreppu í ofanálag.

Mr-ingar lofa góðri skemmtun en sýnt er í Tjarnarbíói og enn munu vera laus sæti á frumsýningu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.