Hjólreiðaeinvígi á Skólavörðustíg

Hjólakapparnir Óskar, David og Ingvar.
Hjólakapparnir Óskar, David og Ingvar. Ljósmynd:Þórður

Í síðustu viku hófust Reykjavíkurleikarnir og á morgun, föstudag, verður í annað sinn keppt í reiðhjólaeinvígi upp Skólavörðustíginn.

Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í ýmsum íþróttagreinum. Þar á meðal er hjólreiðaeinvígið RIG:Uphill Duel. „Mér skilst að upphaflega hafi einvígið verið ætlað sem einskonar hliðarviðburður fyrir RIG,“ segir David Robertson, formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ, en hann segir keppnina hafa heppnast vel í alla staði. „Þetta er skemmtilegur viðburður og við viljum gjarna stækka hann á komandi árum“.
Keppnin fer þannig fram að keppendur ræsa úr kyrrstöðu neðst á Skólavörðustígnum og keppa tveir og tveir í einu þar sem aðeins sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð. Keppendum er skipt eftir kynjum en ekki í aldursflokka og David segir engar reglur gilda um hvaða hjól keppendur velja sér. „Í fyrra voru fjallahjól, bmx, götuhjól, það er keppendanna sjálfra að ákveða hvað hentar þeim best,“ segir hann og bætir við að á slíkum viðburði geti margt farið úrskeiðis og að það sé ekkert pláss fyrir klúður. Hann hefur litlar áhyggjur af veðrinu enda hefur Reykjavíkurborg fallist á að hækka hitann í Skólavörðustígnum fyrir keppnina. „Og ef það rignir, nú það myndi bara bæta við sjónarspilið,“ segir David.

Ber er hver að baki nema sér bróður eigi


Það var Ingvar Ómarsson sem hlaut sigur úr býtum í síðustu keppni en Óskar bróðir hans var í öðru sæti. „Það væri sennilega eitthvað lítil fjölskyldutengingin ef það væri ekki einhver rígur,“ segir Ingvar aðspurður en hann kveður þá bræður oftar nýta tenginguna til samvinnu enda sé ómetanlegt að hafa bróður sinn með sér í liði. Ingvar segist lítið hafa hjólað fram að 16 ára aldri en að þá hafi hann kveikt á perunni og að í dag megi segja að hann stundi allar gerðir keppnishjólreiða. „Ég gat aldrei setið kyrr eða verið inni lengi þegar ég var lítill og lausnin var að setja mig á hjól“ segir Óskar en hann elti Ingvar í keppnishjólreiðarnar.
 „Við erum alltaf í brekkunum, þessum fáu stuttu sem finnast hérna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Óskar en kveðst þó vera meira fyrir flatari vegi. Ingvar segist aftur á móti vera klifrari. „Það þýðir að klifur og þar af leiðandi brekkur eru mitt sérsvið. Þetta er aðallega vegna þess að ég er léttur og get klifrað ansi hratt.“
Þeir bræður stefna að sjálfsögðu aftur á toppinn í ár en Ingvar segir lokarimmuna í fyrra hafa verið gríðarlega spennandi. „Þetta var ansi tæpt, en ég hafði á endanum vinninginn. Sjáum til hvort það er hægt að endurtaka það, Óskar er orðinn aðeins betri en síðast.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið skipulega og nú er komið að næsta stigi málsins. Taktu til og hentu því sem þú hefur ekki lengur not fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið skipulega og nú er komið að næsta stigi málsins. Taktu til og hentu því sem þú hefur ekki lengur not fyrir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Birgitta Haukdal
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Guðrún frá Lundi