Sálarsöngvarinn White látinn

Maurice White
Maurice White AFP

Stofnandi sálarsveitarinnar Earth, Wind & Fire, Maurice White, er látinn 74 ára að aldri. Hann lést í svefni aðfararnótt fimmtudags í Los Angeles en hann var með Parkinson-sjúkdóminn.

Hljómsveit hans átti fjölmörg vinsæl lög á áttunda áratugnum en hún var stofnuð árið 1969 í Chicago. Meðal þekktra laga eru September, Boogie Wonderland, Shining Star og After the Love has Gone. 

White sagði eitt sinn í viðtali að það væri draumur hans að tónlist Earth, Wind & Fire's veitti fólki innblástur miklu frekar en bara að skemmta fólki. „Það er sem þetta snýst allt um. Að reyna að veita ungu fólki innblástur svo það trúi á sjálft sig og fylgi hugmyndum sínum eftir,“ sagði hann í viðtali við AP fréttastofuna árið 2000. „Við snertum marga með þessum lögum,“ bætti White við.

Saga hljómsveitarinnar

White var bæði söngvari hljómsveitarinnar og lagasmiður. Hann var greindur með Parkison árið 1992 og undanfarna mánuði hefur heilsu hans hrakað mjög.

Hljómsveitin Earth, Wind & Fire var tekin inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 2000 og Maurice White var tekinn innn í höll lagasmiða árið 2010 (Songwriters Hall of Fame).

White, sem yfirleitt gekk undir heitinu Reese meðal vina og kunningja, vann með mörgum frægum tónlistarmönnum eins og The Emotions, Barbra Streisand, Cher og Neil Diamond.

Alls hafa plötur Earth, Wind & Fire selst í yfir 90 milljónum eintaka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes