Helgi Seljan hvetur Leo til dáða

Það er ljóst að Leonardo DiCaprio á marga aðdáendur á Íslandi en eins og lýsendur Ríkissjónvarpsins, Andri Freyr og Hekla Elísabet hafa minnst á hyggst hópur fólks hittast á Austurvelli og fagna honum, hljóti hann Óskarinn í kvöld.

Hér má finna hópinn „If Leonardo DiCaprio wins the Oscar, we party at Austurvöllur!“

Leo hefur beðið lengi eftir Óskarssigri því þetta er í fimmta skiptið sem hann er tilnefndur. Svo virðist sem hinn sjónvarpsmaður ársins, Helgi Seljan, finni fyrir ákveðnum frændskap með leikaranum því hann tísti meðfylgjandi mynd af sér með Edduverðlaunin sín.

„Yo @LeoDiCaprio: Nú þú!“

Leonardo DiCaprio er tilnefndur fyrir leik sinn í The Revenant.
Leonardo DiCaprio er tilnefndur fyrir leik sinn í The Revenant. AFP
mbl.is