Heard sleppur við sakfellingu

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Johnny Depp og eiginkona hans Amber Heard sendu frá sér myndband í dag þar sem þau báðust afsökunar á því að hafa flutt tvo hunda til Ástralíu með ólögmætum hætti um borð í einkaþotu sinni. 

Frétt mbl.is: Depp og Heard komin til Ástralíu

Málið vakti mikla athygli í maí eftir að landbúnaðarráðherra Ástralíu, Barnaby Joyce, hótaði því að láta svæfa hundana Pistol og Boo ef þeir „hundskuðust ekki aftur til Bandaríkjanna.“

Myndbandið var spilað í dómsal en Heard slapp við sakfellingu eftir að hafa viðurkennt að hafa falsað innflutningspappíra þegar hún kom með hundana til Ástralíu þar sem Depp var við tökur á nýjustu kvikmynd sinni um sjóræningjana í Karíbahafinu.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Johnny Depp og Amber Heard.
Johnny Depp og Amber Heard. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.