Sækir um skilnað á ný

Khloé Kardashian hefur nú sótt um skilnað frá Lamar Odom.
Khloé Kardashian hefur nú sótt um skilnað frá Lamar Odom. Skjáskot Mirror

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, fyrrverandi körfuboltakappanum Lamar Odom.

Hjónakornin slitu reyndar sambandi sínu árið 2013, eftir fjögurra ára hjónaband. Skilnaðurinn hafði þó ekki gengið í gegn og ákvað Kardashian að slá honum á frest eftir að Odom fannst rænulaus á vændishúsi í Nevada á síðasta ári.

Nú hefur Kardashian þó skilað inn skilnaðarpappírum, en hún réð sama skilnaðarlögfræðing og leikarinn Johnny Depp.

Frétt mbl.is: Depp kominn með stjörnulögfræðing

Samkvæmt umfjöllun Mirror gerðu Kardashian og Odom með sér kaupmála áður en þau gengu í hjónaband. Þau eru nú sögð hafa komist að samkomulagi um skiptingu eigna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio