Glímir við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir

Kid Cudi.
Kid Cudi. AFP

Bandaríski rapparinn Kid Cudi, sem á sér stóran hóp aðdáenda, hefur leitað sér aðstoðar vegna baráttu við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir um langt skeið. Hann greinir frá þessu seint í gærkvöldi en í færslu á Facebook segist hann skammast sín þar sem hann standi frammi fyrir aðdáendum sínum sem líti upp til hans en  hann ráði ekki við brimskaflana sem sæki á hann innan frá.

Hann hafi á mánudag skráð sig inn á meðferðarstofnun vegna þunglyndis og sjálfsvígshættu. Honum hafi ekki liðið vel allan þann tíma sem fólk hafi þekkt hann.

„Ef ég hefði ekki farið þangað þá hefði ég gert sjálfum mér einhvern skaða. Ég er einfaldlega skemmdur einstaklingur sem svamla um í sundlaug tilfinninga minna á hverjum degi,“ skrifar hann.

Ákvörðun hans og skrif hafa farið víða á samfélagsmiðlum í nótt þar sem flest allir lýsa yfir stuðningi við tónlistarmanninn og óska honum góðs bata. Kid Cudi, sem heitir réttu nafni Scott Mescudi, hefur verið áberandi í rapp-senunni um langt árabil. Það var Kanye West sem kom Kid Cudi á kortið.

Kid Cudi segir að þrátt fyrir þetta þá muni plata hans, Passion, Pain & Demon Slayin, koma út síðar í mánuðinum líkt og til stóð. Hann muni hins vegar ekki fylgja henni eftir líkt og til stóð.

Hann segist vonast til þess að geta komið fram á menningarhátíðinni ComplexCon í Kaliforníu 5.-6. nóvember. Meðal annarra gesta á hátíðinni eru japanski popplistamaðurinn Takashi Murakami og textasmiðurinn frægi Pharrell Williams.

Kid Cudi á eins og áður sagði marga aðdáendur og ekki síst fyrir hversu tilfinninganæm tónlist hans er. Kannabisneysla hans var á allra vitorði og voru það ekki síst þeir sem deildu áhuga hans á slíkri neyslu sem voru hans hörðustu aðdáendur en rapparinn hefur hætt neyslu slíkra efna sjálfur og hvetur aðra til hins sama. 

Tónlistarmaðurinn hefur í auknu mæli snúið sér að leik og fyrirsætustörfum undanfarið en hann hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Frétt Inquirer

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson