Rausaði um Trump í 40 mínútur

Kanye West kaus ekki, en viðurkennir að Donald Trump hefði …
Kanye West kaus ekki, en viðurkennir að Donald Trump hefði orðið fyrir valinu. AFP

Rapparinn Kanye West segist ekki hafa kosið í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum, sem þýðir ekki að hann hafði ekki gert upp hug sinn.

Rapparinn lét móðan mása á tónleikum sínum um daginn, en samkvæmt frétt Mirror tautaði hann í 40 mínútur um stjórnmál. Þá er því ennfremur haldið fram að West hafi þurft að sleppa því að flytja allnokkur lög, enda hafi ræðan tekið tímann sinn.

„Ég sagði ykkur að ég hefði ekki kosið, en ef ég hefði kosið þá hefði ég kosið Trump. Þetta er minn vettvangur og ég ætla að tala um hugarfarsbreytinguna sem er að eiga sér stað núna.“

Óánægður tónleikagestur er sagður hafa hent skó í rapparann eftir játninguna, en sjónarvottar segja að West hafi í kjölfarið áritað skóinn og hent aftur út í þvöguna.

Donald Trump hefði fengið atkvæði Kanye West, hefði sá síðarnefndi …
Donald Trump hefði fengið atkvæði Kanye West, hefði sá síðarnefndi kosið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson