Fríða og dýrið slær aðsóknarmet

Leikkonan Emma Watson fer með hlutverk Fríðu í kvikmyndinni.
Leikkonan Emma Watson fer með hlutverk Fríðu í kvikmyndinni. AFP

Kvikmyndin Fríða og dýrið sem var frumsýnd víða um heim um helgina virðist hafa heillað áhorfendur því hún sló nokkur aðsóknarmet. Tekjur af miðasölu á fyrstu sýningarhelginni námu 350 milljónum dollara eða 282 milljónum punda. BBC greinir frá

Hún er tekjuhæsta kvikmyndin sem er leyfð öllum aldurshópum sé litið til frumsýningarhelgarinnar og skýtur sér í sjöunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir á frumsýningarhelgi.   

Í Norður-Ameríku námu miðasölutekjur um 137 milljónum punda. 

Þessi leikna kvikmynd veltir öðrum sambærilegum myndum úr sessi sem koma úr smiðju Disney eins og Skógarlífi, Lísu í Undralandi og Öskubusku svo fáeinar séu nefndar. 

Miðasölutekjurnar í Bretlandi námu 18,4 milljónum punda og helgin kemst á lista sem fimmta stærsta frumsýningarhelgin þar í landi.

mbl.is