Blindrahundur hlaut tvenn verðlaun

Kristján Loðmfjörð leikstjóri með eiginkonu sinni og framleiðanda Blindrahunds, Tinnu …
Kristján Loðmfjörð leikstjóri með eiginkonu sinni og framleiðanda Blindrahunds, Tinnu Guðmundsdóttur, á Skjaldborgarhátíðinni.

20 íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar á Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda, nýliðna helgi á Patreksfirði og einnig voru kynnt átta verk í vinnslu. Dómnefndarverðlaun voru veitt í fyrsta sinn á hátíðinni til viðbótar við áhorfendaverðlaunin, Einarinn, og svo fór að sama heimildarmynd, Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð, hlaut hvor tveggja verðlaun hátíðarinnar en í myndinni er fjallað um myndlistarmanninn Birgi Andrésson sem lést árið 2007, aðeins 52 ára. Birgir ólst upp við sérstakar aðstæður á Blindraheimilinu við Hamrahlíð þar sem foreldrar hans voru blindir og varð sú reynsla honum innblástur við listsköpun á fullorðinsárum. Dómnefnd var sammála um að myndin hefði verið unnin af næmi og öryggi og gerð í anda viðfangsefnisins. Ennfremur var það mat hennar að samspil allra listrænna þátta verksins hefði heppnast mjög vel. Einnig þótti dómnefnd ástæða til þess að minnast sérstaklega á myndina Lesbos eftir Lúðvík Pál Lúðvíksson en hann ferðaðist til eyjarinnar Lesbos og kynnti sér neyð fólks á flótta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes