Þarf að láta taka sig úr sambandi

Mick Jagger eignaðist sitt áttunda barn í desember.
Mick Jagger eignaðist sitt áttunda barn í desember. mbl.is/AFP

Chris Jagger, 69 ára gamall litli bróðir rokkarans Mick Jagger, tjáði sig nýverið um frjósemi stóra bróður síns, en hann virðist vera á þeirri skoðun að Rolling Stones-söngvarinn ætti ekki að eignast fleiri börn. 

Samkvæmt Daily Mail eignaðist Mick Jagger sitt áttunda barn í desember með Melanie Hamrick, þrítugri kærustu sinni, en hann á börnin átta með fimm konum og eru nokkur barnabörn komin í safnið. 

„Hvað sem þú segir um bróður minn þá er hann mjög góður með börnum. Hann er mjög góður faðir. Öll börnin hans elska hann,“ sagði Chris Jagger. Hann er þó á þeirri skoðun að nú sé nóg komið og heldur að bróðir sinn ætli að láta taka sig úr sambandi.  

Rain Rain Go Away! 🌧 Thinking back to my angels first beach trip 💙😍☀️😇

A post shared by Melanie Hamrick (@melhamrick) on Jan 24, 2017 at 5:16pm PST

mbl.is