Gæti verið lögsóttur fyrir hefndarklám

Blac Chyna og Rob Kardashian þegar allt lék í lyndi.
Blac Chyna og Rob Kardashian þegar allt lék í lyndi.

Raunveruleikastjarnan Rob Kardashian hefur átt í miklum útistöðum við Blac Chyna, barnsmóður sína og fyrrum unnustu. En hann birti djarfar myndir af konu sem hann segir vera Chyna á Instagram og Twitter. Ef hægt er að sanna að myndirnar eru af Chyna er möguleiki á því að Kardashian verði ákærður. 

Samkvæmt Huffington Post væri hægt að leggja fram nokkrar ákærur gagnvart Kardashian fyrir myndirnar. En samkvæmt lögum í Kaliforníu er ólöglegt að birta myndir af annarri manneskju sem veldur manneskjunni skaða.

Tveir lögreglumenn í Kaliforníu tjáðu sig um málið og sögðu að myndirnar væru eins og þeim væri ætlað að valda tilfinningalegum þjáningum. 

Blac Chyna.
Blac Chyna. mbl.is/AFP

Samkvæmt E! Online byrjaði allt saman í gær, miðvikudag þegar Kardashian hélt því fram að Chyna hafi sent honum myndband af Chyna kyssa annan mann. En svo virðist sem að eitthvað hafi enn verið á milli Kardashian og Chyna þrátt fyrir að þau voru hætt saman opinberlega. 

Kardashian byrjaði síðan að birta myndirnar sem hann segir að sé af Chyna en eyddi þeim jafnóðum. Instagram síðu hans var lokað og færði hann sig þá yfir á Twitter. Hann birti einnig textaskilaboð á milli þeirra. 

„Ég hef aldrei orðið fyrir svona mikilli óvirðingu í mínu lífi. Ég var að kaupa skartgripi fyrir 250.000 í gær,“ skrifaði Kardashian á samfélagsmiðla. En 250.000 dollarar eru rúmar 26 milljónir. 

Dreaming ☁️

A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) on Jun 10, 2017 at 8:05pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera skapandi og ná árangri þarft þú að yfirgnæfa gagnrýnisröddina innra með þér. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Eppu Nuotio
Loka