Leið eins og hún væri fangi á eigin heimili

Janet Jackson leið ekki vel í hjónabandi sínu samkvæmt stóra ...
Janet Jackson leið ekki vel í hjónabandi sínu samkvæmt stóra bróður hennar. mbl.is/Cover Media

Tónlistarmaðurinn Steven Randall Jacksson segir að litlu systur sinni, Janet Jacksson, hafi liðið illa í hjónabandi sínu og viðskiptamannsins Wissam Al Mana. Söngkonan stendur nú í skilnaði við Al Mana. 

Samkvæmt Randy varð Janet fyrir andlegu ofbeldi í hjónabandinu auk þess sem hann segir að henni hafi liðið eins og fanga á eigin heimili. „Nú er komið nóg,“ sagði Randy í samtali við People. „Þetta er búið að vera mikil kvöl. Janet er búin að ganga í gegnum mikið í skilnaðinum.“

Wissam Al Mana og Janet Jackson.
Wissam Al Mana og Janet Jackson.

Lögfræðingar Al Mana vildu ekki tjá sig um þessar staðhæfingar bróður Janet og sögðu þær vera mjög særandi. 

Janet Jackson giftist Wissam Al Mana árið 2012 og eignuðust þau soninn Eissa í byrjun janúar á þessu ári en söngkonan er 51 árs.

mbl.is