15 ára gömul jólagjöf

Jón Jónsson og Hafdís Björk á brúðkaupsdaginn sinn í sumar.
Jón Jónsson og Hafdís Björk á brúðkaupsdaginn sinn í sumar. mbl.is/Stella Andrea

Söngvarinn Jón Jónsson var að gefa frá sér nýtt lag, Þegar ég sá þig fyrst. Þótt lagið sé að koma út í fyrsta skipti er það langt frá því að vera nýtt því fyrir 15 árum gaf Jón Hafdísi lagið í jólagjöf. Hann tók það upp í herbergi vinar síns, brenndi það á disk og gaf ástinni sinni. 

Jón og Hafdís eru mikið fyrirmyndarpar. Búin að vera saman síðan í Versló og hafa leiðst í gengum lífið hönd í hönd. Í sumar bundu þau hnútana endanlega þegar þau gengu í heilagt hjónaband. Brúðkaupið fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík. 

mbl.is