Ewan McGregor heillar í jólaauglýsingu

Ewan McGregor kemur Bretum í jólaskap.
Ewan McGregor kemur Bretum í jólaskap. skjáskot/Instagram

Skoska leikaranum Ewan McGregor bregður fyrir í jólaauglýsingu Debenhams í ár. Stór fyrirtæki leggja oft mikla vinnu í jólaauglýsingar sínar og Bretar ganga alla leið. 

Auglýsing Debenhams er full af snjó en var tekin upp í miklum hita í Búdapest í sumar samkvæmt Hello. Ekki nóg með að götur hafi verið fylltar af gervisnjó heldur var Ewan McGregor fenginn til þess að leika í auglýsingunni. Nú er bara spurning hverju leikarinn skilar í kassann í lok desember. 

mbl.is