Á ekki í ástarsambandi við prinsessu

Brad Pitt virðist enn vera einhleypur.
Brad Pitt virðist enn vera einhleypur. mbl.is/AFP

Heimurinn bíður eftir því að Brad Pitt verði ástfanginn aftur en hann skildi við leikkonuna Angelinu Jolie í fyrra. Heimildamaður náinn leikaranum sagði The Sun að fréttir um að hann ætti í ástarsambandi við prinsessu væru bull og vitleysa. 

Fréttir bárust af því í vikunni að leikarinn og Charlotte Casiraghi Mónakóprinsessa, barnabarn Grace Kelly, ættu í ástarsamanbandi. Gróa á Leiti virðist hafa farið af stað eftir að það fréttist af þeim Pitt og Casiraghi á listasafni í Los Angeles þar sem Pitt var sagður vera heillaður af prinsessunni. 

Brad Pitt virðist vera enn einhleypur þrátt fyrir að hafa verið kenndur við ýmsar konur af fjölmiðlum. Ekki er lengra síðan en í síðustu viku að leikkonan Kate Hudson hló að þeim orðrómi að þau Pitt hefðu átt í ástarsambandi fyrir ári enda segist hún ekki hafa hitt hann í nokkur ár. 

mbl.is