Eru Harry og Meghan allt of ástfangin?

Harry og Meghan munu gifta sig í maí.
Harry og Meghan munu gifta sig í maí. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markle eiga erfitt með að leyna ást sinni hvort á öðru. Þau knúsast og snertast opinberlega eins og enginn sé morgundagurinn. Í frétt danska miðilsins BT er sagt frá því að sérfræðingi í hegðun kóngafólks finnist þessi hegðun undarleg. Þau Meghan og Harry hegði sér öðruvísi en sést hafi hjá bresku konungsfjölskyldunni.

Það er mjög augljóst fyrir þá sem fylgst hafa með fréttum af þeim turtildúfum að þau eru innilega ástfangin. En af hverju er það svona augljóst?

Jú, vegna þess að þau snertast mikið, leiðast og knúsast þar sem þau koma fram. Samkvæmt fréttum þykir það óvenjulegt enda hefur breskt konungsfólk ekki gert mikið af því að sýna tilfinningar sínar opinberlega og snertingar alveg ferlegt mál.

Einhverjir „sérfræðingar“ um hegðun aðalsins hafa orðið óöruggir vegna þessa og ekki almennilega vitað hvað eigi að segja um þetta. Miðað við ummæli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum virðist almenningur bara mjög ánægður með nýtt hegðunarmynstur kóngafólksins enda eru tilfinningar ekki neitt sem fólk á að vera feimið við. Ekki heldur konungborna fólkið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes