Leið svo illa að hún byrjaði að reykja

Diane Kruger lifði sig inn í hlutverk sitt.
Diane Kruger lifði sig inn í hlutverk sitt. mbl.is/AFP

Leikkonan Diane Kruger byrjaði að reykja vegna þess að henni leið svo illa eftir að hafa leikið í kvikmyndinni In the Fade. Hún lifði sig svo mikið inn í myndina að hún segir að myndin hafi breytt lífi sínu til frambúðar. 

Page Six greinir frá því að Kruger, sem leikur þýska móður sem missir eiginmann sinn og sex ára gamalt barn, hafi lifað sig inn í sorgina. „Ég missti þrjú kíló... Mér leið eins og ég væri að drukkna í sorg, drukkna í grámyglulegu veðri, drukkna í sögunni. Ég byrjaði að reykja,“ sagði leikkonan um þátttöku sína í myndinni. 

Kruger sagðist hafa fundið til sterkrar ábyrgðar til þess að finna sannleikann og minnast fólksins sem þetta kom fyrir. 

Diane Kruger.
Diane Kruger. mbl.is/AFP
mbl.is