Meryl Streep svarar Rose McGowan

Meryl Streep segist ekki hafa vitað af ofbeldi Harvey Weinstein.
Meryl Streep segist ekki hafa vitað af ofbeldi Harvey Weinstein. mbl.is/AFP

Leikkonan Meryl Streep svaraði leikkonunni Rose McGowan eftir að McGowan sakaði hana hálfpartinn um að þegja yfir ofbeldi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. 

Streep sendi yfirlýsingu á Page Six þar sem hún lýsti því yfir að orð McGowan hefðu sært sig. Hún fer einnig aftur yfir það að hún hafi ekki vitað af ofbeldi Weinstein. „Ég vil láta hana vita að ég vissi ekki af brotum Weinstein, ekki á tíunda áratugnum þegar hann réðst á hana né á áratugunum þar á eftir þegar hann hélt áfram að ráðast á aðrar,“ sagði Streep. 

McGowan, sem var ein af þeim fyrstu til að stíga fram og lýsa ofbeldinu sem Weinstein beitti hana, gagnrýndi Streep á Twitter fyrir að ætla að taka þátt í þöglum mótmælum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun janúar á næsta ári þegar hún þagði í öll þessi ár. 

Streep sagði einnig að hún hefði sent McGowan símanúmerið sitt og biði nú eftir símtali. McGowan eyddi síðan tístinu um Streep af Twitter. 

Rose McGowan.
Rose McGowan. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson