Hjalti byrjað Sous vide-hópinn sem grín

Hjalti byrjaði að prófa sig áfram með sous vide fyrir …
Hjalti byrjaði að prófa sig áfram með sous vide fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Aðsend

Fólk er almennt sammála því að jólagjöfin í ár hafi verið Sous vide-tæki eða annað sem tengist eldunaraðferðinni. Hjalti G. Hjartarson áhugakokkur stofnaði Facebook-hópinn Sous vide á Íslandi fyrir nokkrum árum með vini sínum Ívari Loga Sigurbergssyni. 

Þegar blaðamaður náði í Hjalta var fjöldinn í hópnum að nálgast sjö þúsund en bara í desember hafa um 1.500 bæst við og hefur heildarfjöldinn nær tvöfaldast síðan í sumar. „Þetta byrjaði sem grín, við vorum að leika okkur í þessu saman nokkrir félagar. Við vorum alltaf að elda eitthvað í þessu, þetta var bara svona staður til þess að deila uppskriftum. Nú hefur þetta stækkað svolítið,“ segir Hjalti um það hvernig hópurinn byrjaði. 

Hjalti leggur áherslu á öryggi í elduninni en fólk er mikið að velta fyrir sér á hvaða hitastigi eigi að elda kjöt. Hjalti tók því sig til ásamt nokkrum félögum og bjó til eldunartöflu fólki til leiðbeiningar. 

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason líkti sous vide-æðinu við fótanuddtækjaæðið hér um árið. Hjalti tekur því ekki illa enda segir hann ólíklegt að margir haldi sig við sous vide-eldunaraðferðina alltaf. 

Hann útskýrir vinsældirnar á tvo vegu. Annars vegar hafa tækin lækkað mikið í verði og nefnir dæmi um að tæki sem kostaði um 55 þúsund fyrir nokkrum árum kosti nú 18 þúsund. Hins vegar nefnir hann að þessi tæki gefi fólki fullkomna stjórn á eldunaraðferðinni. 

Sous vide-tæki var jólagjöfin í ár.
Sous vide-tæki var jólagjöfin í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes