Ánægð með hvernig Wahlberg brást við

Michelle Williams þakkar samferðakonum sínum fyrir styrkinn.
Michelle Williams þakkar samferðakonum sínum fyrir styrkinn. mbl.is/AFP

Leikarinn Mark Wahlberg ákvað að gefa Time's Up-hreyfingunni laun sín fyrir endurupptökur á All the Money in the World. Michelle Williams mótleikkona hans, sem fékk nánast ekkert borgað í samanburði við hann, er ánægð með ákvörðun leikarans

Í síðustu viku bárust fregnir af því að Wahlberg hefði fengið eina og hálfa milljón dollara borgaða fyrir vinnuna en Williams innan við þúsund dollara. Mikil óánægja vaknaði með launamismuninn eftir að fréttirnar bárust. 

Williams sendi frá sér tilkynningu eftir að Wahlberg hafði greint frá því að hann hefði gefið launin í nafni Williams. Í tilkynningunni þakkar hún leikkonum og aðgerðasinnum fyrir að standa með sér, þakkar þeim fyrir að kenna sér að nota rödd sína og þakkar valdamiklum mönnum við stjórn fyrir að hlusta og taka til aðgerða. 

Hún minnist einnig leikarans Anthonys Rapps sem steig fram og sagði frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir 14 ára af hálfu Kevin Spaceys en í kjölfarið fylgdu fleiri sögur. Spacey lék upprunalega í myndinni All the Money in the World en eftir ásakanirnar var ákveðið að taka atriði hans upp aftur með leikaranum Christopher Plummer í staðinn.

Mark Wahlberg, Michelle Williams og leikstjóri myndarinnar Ridley Scott.
Mark Wahlberg, Michelle Williams og leikstjóri myndarinnar Ridley Scott. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes