Sér eftir að hafa unnið með Woody Allen

Dylan Farrow hefur verið hugleikin Rebecca Hall undanfarna daga.
Dylan Farrow hefur verið hugleikin Rebecca Hall undanfarna daga. mbl.is/AFP

Leikkonan Rebecca Hall á Woody Allen margt að þakka en hann gaf henni fyrsta stóra tækifærið í myndinni Vicky Christina Barcelona. Í dag segist hún þó sjá eftir að hafa tekið hlutverki í nýjustu mynd hans, A Rainy Day in New York, og ætlar að gefa laun sín til Times Up-hreyfingarinnar. 

Hall er ekki sú fyrsta sem sér eftir því að hafa unnið með leikstjóranum en Greta Gerwig hefur gefið það út að hún ætli ekki að vinna með Allen aftur og Mira Sorvino skrifaði opið bréf til Dylan Forrow, dóttur Allen, þar sem hún sagðist sjá eftir því að hafa hunsað ásakanir Farrow gegn föður sínum. 

Dylan Farrow er fædd árið 1985 og er ættleidd dóttir Miu Farrow og fyrrverandi eiginmanns hennar, Woody Allen. Dylan Farrow lýsti áreitninu sem hún varð fyrir af hendi Allens í pistli á The New York Times 2014. 

Rebecca Hall segist hafa lesið yfirlýsingar Dylan Farrow aftur og aftur fyrir nokkrum dögum og áttað sig á því að ákvörðun sín um að leika í mynd Allens hafi haft neikvæð áhrif á aðra konu. Hún segist sjá eftir ákvörðuninni og tæki ekki slíka ákvörðun í dag. 



Woody Allen.
Woody Allen. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes