Affleck hættur við Óskarinn

Casey Affleck á Óskarnum í fyrra.
Casey Affleck á Óskarnum í fyrra. AFP

Óskarsverðlaunaleikarinn Casey Affleck er hættur við að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina í mars næstkomandi.

Talið er að ákvörðun hans tengist #metoo-byltingunni. 

Affleck, sem var kjörinn besti aðalleikarinn á síðustu hátíð fyrir hlutverk sitt í Manchester By The Sea, átti samkvæmt venju að afhenda besta aðalleikaranum verðlaunin á næstu hátíð, að því er BBC greindi frá. 

Tvær konur sem störfuðu með honum árið 2010 höfðuðu mál gegn honum fyrir kynferðislega áreitni. Hann neitaði ásökununum en samkomulag var gert í málinu utan réttarsalar.

Amanda White og Magdalena Gorka sögðu að hann hafi áreitt þær við gerð myndarinnar I´m Still Here, sem Affleck leikstýrði.

White sagði að Affleck hafi neitað að borga henni laun vegna þess að hún vildi ekki eyða með honum nótt á hótelherbergi. Gorka sagði að Affleck hefði skriðið upp í rúm til hennar á meðan hún svaf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson