Ferillinn fór á flug eftir Samfés 2004

Rakel Pálsdóttir syngur lagið Óskin mín.
Rakel Pálsdóttir syngur lagið Óskin mín.

Rakel Pálsdóttir syngur lagið Óskin mín eftir Hallgrím Bergsson í Söngvakeppninni 2018. Rakel stígur á svið á seinna undanúrslitakvöldinu, laugardaginn 17. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

„Eurovision er mjög góður vettvangur til þess að koma sjálfum sér á framfæri. Þetta er í fjórða skiptið sem ég tek þátt og finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt. Maður fær svo rosalega góða reynslu út úr þessu og svo kynnist maður líka fullt af nýju skemmtilegu fólki.“

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Hallgrímur sem samdi Óskin mín hringdi í mig og bað mig um að flytja lagið. Þá hafði önnur söngkona bent á mig og sagði að lagið myndi henta mér og minni rödd. Sem er alveg hárrétt.“

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

„Ég vona að lagið skili góðri tilfinningu, að fólki finnist gott að hlusta á mig syngja og njóti þessi. Lagið hefur líka fallegan boðskap sem höfðar til allra.“

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn?

„Ég hef sungið alveg frá því ég man eftir mér, en svona af alvöru þá var það á unglingsárunum. Ég sigraði Söngkeppni Samfés árið 2004 og það var gríðarlegur stökkpallur fyrir mig. Á þessum tíma voru 64 atriði sem kepptu um 1. sætið. Eftir þann sigur byrjuðu verkefnin að streyma til mín og hef ég verið syngjandi síðan þá við ýmis tilefni. Bakraddarverkefni, söngvakeppnin, brúðkaup, skírnir, jarðarfarir og margt fleira.“

Uppáhalds-Eurovisonlagið?

„Ég á mér mörg uppáhalds-Eurovision lög en þessa stundina er eitt af þeim lagið Undo sem Sanna Nielsen söng fyrir hönd Svíþjóðar árið 2014.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Undirbúningur gengur mjög vel. Við reynum að æfa einu sinni til tvisvar í viku og svo æfum við aukalega uppi í RÚV með Söngvakeppnisteyminu. Á æfingum einbeitum við okkur við það að þétta raddir og fraseringar. Dagarnir hafa verið mjög þétt setnir. Mikið af upptökum, viðtölum og fleira sem verður til þess að maður hefur minni tíma fyrir fjölskylduna og vinnuna. En það er bara skemmtilegt.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

„Það er ekkert sem hefur komið mér á óvart. Þetta er bara allt ofsalega skemmtilegt. Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað við íslendingar eigum mikið af góðu tónlistarfólki.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Ísland getur vel unnið Eurovision. Við stækkum Laugardalshöllina og höldum keppnina þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren