Stjörnur sem hættu og byrjuðu saman aftur

Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman áður en þau ...
Justin Timberlake og Jessica Biel hættu saman áður en þau trúlofuðu sig. AFP

Fólk í samböndum og hjónaböndum svífa ekki endalaust um á bleiku skýi. Ýmislegt gengur á og fólk endar oft á því að hætta saman. Það þýðir þó ekki að það sé ekki enn von enda sýna sambönd stjarnanna annað samkvæmt People.

Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel hættu saman í mars 2011 eftir fjögurra ára samband. Það stóð þó ekki lengi og í ágúst voru þau byrjuð aftur saman og trúlofuðu sig í desember sama ár. 

Hertogahjónin af Cambridge, þau Katrín og Vilhjálmur Bretaprins, hættu saman árið 2007. Pásan entist þó ekki lengi, nú eru hjónin hamingjusamlega gift og eiga von á sínu þriðja barni. 

Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins.
Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins. AFP

Brooklyn Beckham og leikkonan Chloë Grace Moretz hættu saman árið 2016. Í fyrrahaust kviknaði síðan ástin aftur. 

Brooklyn Beckham og leikkonan Chloë Grace Moretz.
Brooklyn Beckham og leikkonan Chloë Grace Moretz. AFP

Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shepard eru nú gift og eiga börn saman. Áður en það gerðist hætti Shepard með Bell eftir þriggja mánaða samband. Hann var ekki á sama stað og hún og sagðist vera að hitta annað fólk. Það tók hann þó ekki langan tíma að átta sig á að Bell væri sú rétta þó svo að hún minni hann reglulega á sambandsslitin. 

Dax Shepard og Kristen Bell.
Dax Shepard og Kristen Bell. mbl.is/AFP

Sharon og Ozzy Osbourne eru búin að vera gift í 36 ár, hjónabandið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Hjónin endurnýjuðu heitin á síðasta ári eftir erfitt tímabil þegar upp komst um framhjáhald rokkarans. Sharon segist hafa fyrirgefið honum. 

Ozzy og Sharon Osbourne.
Ozzy og Sharon Osbourne. AFP

Leikarinn Patrick Dempsey sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Jillian, árið 2015. Nú eru hjónin hins vegar að vinna að því að bæta sambandið. 

Patrick Dempsey.
Patrick Dempsey. AFP

Megan Fox sótti um skilnað frá Brian Austin Green sumarið 2015. Snemma árs 2016 voru leikarahjónin byrjuð aftur saman og áttu von á sínu þriðja barni saman. 

Megan Fox og Brian Austin Green.
Megan Fox og Brian Austin Green. AFP

Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth slitu trúlofun sinni árið 2013. Nú eru þau hins vegar aftur byrjuð saman og trúlofuð í þokkabót. 

Liam Hemsworth og Miley Cyrus árið 2012.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus árið 2012. AFP

Söngkonan Pink og mótorkrossarinn Carey Hart hættu saman árið 2008, eftir tveggja ára hjónaband. Þau skildu hins vegar aldrei formlega og byrjuðu saman aftur ári seinna og eru enn gift. 

Pink og Carey Hart.
Pink og Carey Hart. AFP
mbl.is