Amy Schumer komin með kærasta

Amy Schumer hefur fundið ástína á ný.
Amy Schumer hefur fundið ástína á ný. AFP

Grínleikkonan Amy Schumer er komin með kærasta en hún birti mynd af sér kyssa kokkinn Chris Fisher í sextugsafmæli spjallaþáttastjórnandans Ellen DeGeneres um helgina. 

Schumer hætti með húsgagnasmiðnum Ben Hanish síðastliðið vor eftir tveggja ára samband. 

Samkvæmt E!  hefur orðrómur um samband Schumer og Fisher verið á sveimi síðan í nóvember en þá náðist mynd af þeim saman þar sem þau snæddu kvöldverð í New York.


Happy Birthday @theellenshow thank you for having us!

A post shared by @ amyschumer on Feb 11, 2018 at 10:48am PST

mbl.is