Mittið komið niður í 60 sentimetra

Kim Kardashian hugsar mikið um líkamsrækt.
Kim Kardashian hugsar mikið um líkamsrækt. mbl.is/AFP

Afturendi Kim Kardashian var meðal annars það sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Raunveruleikastjarnan hefur nú gefið upp mittismálið sitt en mjótt mittið ýkir enn frekar stærð mjaðmanna. 

Raunveruleikastjarnan er komin í bókaklúbb en samkvæmt People eru bókmenntir ekki bara ræddar í klúbbnum. „Ég get ekki tekið mjaðmirnar þínar alvarlega núna,“ sagði eldri systir hennar Kourtney Kardashian. „Af því að mittið er svo mjótt og mjaðmirnar svo stórar.“

Kim Kardashian upplýsti þá að mittismálið vær bara 60 sentimetrar. Mjaðmirnar væru hins vegar 99 sentimetrar.

Eftir að Raunveruleikastjarnan eignaðist sitt annað barn árið 2015 tók hún mataræðið í gegn. Nú á líkamsrækt hug hennar allan og æfir hún sex sinnum í viku. 

Forgot to post this last night

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Feb 13, 2018 at 6:06am PST

mbl.is