Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

Kim Kardashian æfir stíft undir leiðsögn einkaþjálfarns, Melissu Alcantra.
Kim Kardashian æfir stíft undir leiðsögn einkaþjálfarns, Melissu Alcantra. mbl.is/AFP

Kim Kardashian varð ekki síst fræg fyrir afturenda sinn. Þrátt fyrir að rassummálið sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Raunveruleikastjarnan þakkar þjálfara sínum Melissu Alcantara fyrir að hvetja sig áfram. Alcantara deildi fjórum ráðum sem hún mælir með við Kardahsian og allir ættu að geta farið eftir. 

Alcantara segir að þegar hún vinni með stjörnunni setji þær sér markmið og skrifi þau niður. Reynslan kennir Alcantra að fólk standi skil á skriflegum markmiðum. „Og það er æðislegt þegar þú loksins nærð markmiðunum.“

Annað sem hún mælir með er að skipuleggja sig vel. Það tekur ekki langan tíma að skipuleggja sig og getur margborgað sig af því að tímaleysi er helsti kostur þess að borða ekki hollt og missa af æfingu.

Agi skiptir miklu máli segir þjálfarinn og segir raunveruleikastjörnuna vinna mjög vel. Að síðustu mælir hún með því að fara reglulega yfir rútínuna sína. 

Það sést á Kardashian að hún hefur verið dugleg að taka á því hjá Alcantra síðasta árið og ætlar hún að halda því áfram í ár. Eitt af áramótaheitum hennar fyrir árið 2018 er að æfa vel og stöðugt og ætlar hún að reyna lyfta lóðum með Alcantra fimm til sex sinnum í viku. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál