Hætti við brúðkaupið og byrjaði með Jenner

Blake Griffin og Kendall Jenner byrjuðu að sjást saman síðasta ...
Blake Griffin og Kendall Jenner byrjuðu að sjást saman síðasta sumar. Samsett mynd

Körfuboltakappinn Blake Griffin og fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner byrjuðu að hittast í síðasta sumar. Barnsmóðir Griffin, Brynn Cameron, segir að þau Griffin hafi ætlað að gifta sig í júlí í fyrra.  

People greinir frá því að Cameron hafi farið í mál við Griffin og vill að hann borgi sér framfærslu. Í kærunni segir að Griffin sé meira umhugað að hitta Hollywood-stjörnu en hversdagslegar skyldur sínar sem faðir og fjölskyldumaður. 

Ætluðu Griffin og Cameron að gifta sig 28. júlí 2017. Mánuði fyrir brúðkaupið fékk Cameron kaupmála í hendurnar og ákváðu þau að fresta brúðkaupinu. Eftir það byrjaði Griffin um leið að hitta Jenner að sögn Cameron. 

Griffin neitar því að orð Cameron séu sönn. Málið sé persónulegt og þarf að gera upp fyrir dómstólum en ekki í fjölmiðlum. Velferð barna þeirra sé honum mikilvægust.

mbl.is