Steypiboðið var auglýsing fyrir Amazon

Systurnar Kourtney og Khloé Kardashian í bleiku þema í boðinu.
Systurnar Kourtney og Khloé Kardashian í bleiku þema í boðinu. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum og samkvæmt bandarískum sið var haldið veglegt steypiboð. Skreytingar í boðinu voru íburðarmiklar en boðið var líka auglýsing fyrir Amazon. 

Kardashian þakkaði Amazon fyrir boðið á Instagram og merkti það sem auglýsingu. Bleiki liturinn var allsráðandi svo ekki fór á milli mála að Kardashian á von á stúlku. Miðað við myndirnar sem stjarnan birti sást varla í annað fólk fyrir blöðrum, blómum og öðrum skreytingum. 

mbl.is